Móna frá Skarði og Siggi Matt
Hún Móna frá Skarði flýgur innan tíðar til Þýskalands á vit nýrra ævintýra. Það er töluverð eftirsjá í henni Mónu enda býr hún yfir frábærum eiginleikum - gangtegundirnar eru afbragð og mikill fótaburður/fas. Eðlisgæðingur sem ekkert þarf að hafa fyrir, bara þjálfa og hafa gaman að. Ættin skemmir ekki fyrir en það er hellings Flugurmýrar-Ófeigur í henni Mónu og það fer ekkert á milli mála. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með hana Mónu!!
Myndin var tekin í enda apríl 2010 þegar Siggi og Móna mátuðu kynbótabrautinni. Ekkert varð að sýningu þetta árið vegna flensu sem herjaði illa á Mónu svo að hún er ósýnd.
Myndin var tekin í enda apríl 2010 þegar Siggi og Móna mátuðu kynbótabrautinni. Ekkert varð að sýningu þetta árið vegna flensu sem herjaði illa á Mónu svo að hún er ósýnd.