
Heiðursverðlaunahesturinn Aron
Nú hlæja líklega einhverjir sem þekkja okkur vel.. en við höfum síðustu ár verið mjög hrifin af Aroni frá Strandarhöfði. En það var ekki af því að við ættum hlut eða hefðum hagsmuna að gæta. Við sáum Aron fjögurra vetra og heilluðumst af hans frábæra tölti og "x factor". Við fórum því með hana Veru frá Ingólfshvoli undir hann og fengum Dagfara frá Eylandi út úr þeim ráðahag. Síðan hefur það verið algjör tilviljun að við höfum eignast nokkur afkvæmi Arons og heillast af honum í gegnum þau. En í dag eigum við tvær fyrstu verðlauna hryssur undan honum, þær Kareni frá Árbæ og Hátíð frá Fellskoti. Áfram heldur Aronsæðið því að við erum með tvö afar frambærileg tryppi bæði á fjórða vetur; þau Dagfara frá Eylandi og barnabarn Arons, Þjórsá frá Eylandi. Og nú skánar það ekki því að nýverið keyptum við helming í hlut á móti vini okkar, Katli Björnssyni.
Það sem okkur finnst sameiginlegt með þeim Aronsafkvæmum sem við höfum kynnst er afar sterk lund, yfirvegun og mikill vilji. Allar gangtegundir eru góðar, töltið úrval og mikil vekurð ef skeið er til staðar. Ef til vill er helsti gallinn lágt settur háls og oft þykkur á stóðhestunum en aldrei er svo farið að engir gallar séu á gjöf Njarðar!
Það sem okkur finnst sameiginlegt með þeim Aronsafkvæmum sem við höfum kynnst er afar sterk lund, yfirvegun og mikill vilji. Allar gangtegundir eru góðar, töltið úrval og mikil vekurð ef skeið er til staðar. Ef til vill er helsti gallinn lágt settur háls og oft þykkur á stóðhestunum en aldrei er svo farið að engir gallar séu á gjöf Njarðar!