Hattur frá Eylandi
Á okkar snærum eru tvö Álfsbörn; þau Gyðja frá Árbæ (2008) og Hattur frá Eylandi (2009). Bæði eru þau undan vökrum hryssum og eru sjálf alhliðageng. Eiga það sameiginleg að vera afar geðgóð og yfirveguð. Allur gangur opinn og mikill kraftur í þeim en þó virðist vanta styrkinn til að fylgja því eftir. Byggingin virðist góð og eru þau bæði frekar stór. Efnistryppi!
Gyðja er á fimmta vetur undan dóttur Baldurs frá Bakka, Glás frá Votmúla. Hún hefur verið í góðum stíganda í vetur og stefnt er að sýningu í vor. Hún fór í byggingardóm í fyrra, hlaut fyrstu verðlaun fyrir þann þátt. Gyðja er í eigu Gunter Jönk í Störtal. Virkilega efnilega og eiguleg hryssa!
Hattur er undan Keilu frá Bjarnastöðum sem er háttdæmd Keilisdóttir. Hattur er stór, myndalegur og fíngerður. Fer um á öllum gangi og er greinilega með vel opinn fimmta gírinn. Mikill vilji og kraftur í þessum unga fola. Við höfum notað Hatt aðeins og eigum ma. von á folaldi undan honum og Viðju frá Meiri-Tungu III (8.21).
Hattur er undan Keilu frá Bjarnastöðum sem er háttdæmd Keilisdóttir. Hattur er stór, myndalegur og fíngerður. Fer um á öllum gangi og er greinilega með vel opinn fimmta gírinn. Mikill vilji og kraftur í þessum unga fola. Við höfum notað Hatt aðeins og eigum ma. von á folaldi undan honum og Viðju frá Meiri-Tungu III (8.21).