Þjórsá tveggja vetra sumarið 2010
Þjórsá hefur komið skemmtilega á óvart í vetur. Hún er ágætlega ættuð og á rætur að rekja til Feykirs frá Hafsteinsstöðum og Arons frá Strandarhöfði en hvorugt foreldra hennar eru sýnd í kynbótadómi. Kynbótamatið er við meðallag eða 101 en það segir nú ekki alltaf alla söguna þó svo að það sé vissulega gott hjálpartæki.
Þjórsá er aðeins á fjórða vetur en er kröftug og hágeng með góðan gang. Það er spruning hvort að hún sé með alla fimm gírana en það er amk. ekkert farið að eiga við skeið að sinni. Þjórsá var frumtamin af Bylgju Gauks í haust og hún hefur einnig séð um þjálfunina í vetur. Það er óhætt að segja að Bylgja skili sinni vinnu mjög vel og tryppin hjá henni næm, samvinnuþýð og skilja allar ábendingar!
Hér fyrir neðan er stutt video af þeim Bylgju og Þjórsá tekið í byrjun apríl.
Þjórsá er aðeins á fjórða vetur en er kröftug og hágeng með góðan gang. Það er spruning hvort að hún sé með alla fimm gírana en það er amk. ekkert farið að eiga við skeið að sinni. Þjórsá var frumtamin af Bylgju Gauks í haust og hún hefur einnig séð um þjálfunina í vetur. Það er óhætt að segja að Bylgja skili sinni vinnu mjög vel og tryppin hjá henni næm, samvinnuþýð og skilja allar ábendingar!
Hér fyrir neðan er stutt video af þeim Bylgju og Þjórsá tekið í byrjun apríl.