Katla dagsgömul með mömmu sinni...
Gæðingurinn Keila frá Bjarnastöðum kastaði glæsilegri hryssu nú á dögunum. Hryssan er spengileg og hefur fengið nafnið Katla frá Eylandi. Keila er með hæst dæmdu hryssum undan Keilir frá Miðsitju og var í verðlaunasætum bæði á LM 2002 og LM2006. Stólpagæðingur með mikið gangrými. Faðir Kötlu er ungur og efnilegur foli, Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum. Hrafnar er undan Orra frá Þúfu og Hátíð frá Úlfsstöðum. Keila er að helming til í eigu vinar okkar, Elmars Sigurðssonar og höfum við síðustu ár haldið Keilu með honum.
Myndin er tekin af Kötlu aðeins nokkra klukkustunda gamalli. Hún varð strax spert og flott.
Myndin er tekin af Kötlu aðeins nokkra klukkustunda gamalli. Hún varð strax spert og flott.