Karen frá Árbæ sl. helgi
Karen frá Árbæ er að komast í hörku form en hún er 5 vetra undan heiðursverðauna stóðhestinum Aroni frá Strandarhöfði og Keilirsdótturinni Venus frá Árbæ (1.v). Karen hefur tekið ótrúlegum framförum frá síðasta ári en hún var svo mikill kríukroppur þá en er nú orðin miklu sterkari og fylltari.
Karen og Rut skelltu sér á fyrstu vetrarleika Fáks og uppskáru fyrsta sætið. Myndin er fengin af heimasíðu Fák og tekin af Jón Finni.
Karen og Rut skelltu sér á fyrstu vetrarleika Fáks og uppskáru fyrsta sætið. Myndin er fengin af heimasíðu Fák og tekin af Jón Finni.
Stefnt er með Karen í kynbótadóm og keppni nú í sumar. En hægt er að lesa meira um hana HÉR.