
Karen frá Árbæ var stundvís og kastaði á settum degi fíngerðum hesti undan Krák frá Blesastöðum. Við vorum glöð þegar við sáum litinn en sá stutti er brúntvístjörnóttur. Kappinn er ekki orðin sólarhringsgamall og enn aðeins krumpaður :) ...en sætur er hann og Karen lítur ekki af gullmolanum sínum.
Karen er fyrstu verðlauna hryssa undan Aron frá Strandarhöfði og Keilirsdótturinni Venus frá Árbæ (8.10). Krák þarf ekki að kynna en hann er frábær einstaklingur og er að sanna sig í gegnum afkvæmi sín eins og sást á Landsmótinu í sumar. Nú taka við vangavelur um það hvert Karen fer, nægt er víst úrvalið af frábærum stóðhestum!
Karen er fyrstu verðlauna hryssa undan Aron frá Strandarhöfði og Keilirsdótturinni Venus frá Árbæ (8.10). Krák þarf ekki að kynna en hann er frábær einstaklingur og er að sanna sig í gegnum afkvæmi sín eins og sást á Landsmótinu í sumar. Nú taka við vangavelur um það hvert Karen fer, nægt er víst úrvalið af frábærum stóðhestum!