Karen frá Árbæ
Unga alhliðahryssan okkar, Karen frá Árbæ, er fylfull við Krák frá Blesastöðum. Það er nokkur eftirsjá að setja hana svona snemma í folaldseign og það hefði verið mjög gaman að spreyta sig á henni í fimmgang og skeiðgreinum. Karen er með í aðaleinkunn 8.10, þar af 8.5 fyrir skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið. Krákur er einn af bestu klárhestum landsins og hefur verið að skila mikið af gæðingum á kynbótabrautina. Nú er bara að bíða og sjá hvort að allt gangi ekki vel og fallegt folald líti dagsins ljós næsta sumar. Óskin er auðvita brún hryssa!
Karen frá Árbæ og Rut á Svellköldum konum síðast liðinn vetur. Karen er smart alhliðahryssa undan Aroni frá Strandarhöfði og Venus frá Árbæ, Keilirsdóttur.
Karen frá Árbæ og Rut á Svellköldum konum síðast liðinn vetur. Karen er smart alhliðahryssa undan Aroni frá Strandarhöfði og Venus frá Árbæ, Keilirsdóttur.