Þjórsá frá Eylandi er efnilega hryssa á fimmta vetur undan Feykisættaðri hryssu, Föl frá Ási 2 og Aronssyninum Jakob frá Árbæ. Þjórsá bryjaði sína tamningu og þjálfun afar vel en hún er mikið hágeng og aðsópsmikil hryssa. Við héldum undir Jakob þegar hann var tveggja vetra gamall en var hann afskaplega fallegur og hreyfingarmikill í uppvexti. Hann hefur verið töluvert lengi í dóm en hlaut í síðustu viku flottan dóm undir stjórn Sigga Sig. Jakob hlaut í aðaleinkunn 8.26 sem skiptist í 7.99 sköpulag og 8.46 hæfileikar, þar af 9 fyrir tölt.
Þjórsá hefur þróast vel síðast liðinn vetur og er eiguleg unghryssa en nú er svo komið að við höfum selt Þjórsá til Þýskalands. Stefnan er að hún verði sýnd í sumar og fari svo líklegast undir stóðhest. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með Þjórsá!
Þjórsá hefur þróast vel síðast liðinn vetur og er eiguleg unghryssa en nú er svo komið að við höfum selt Þjórsá til Þýskalands. Stefnan er að hún verði sýnd í sumar og fari svo líklegast undir stóðhest. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með Þjórsá!