
Hátíð frá Fellskoti eignaðist sitt fyrsta afkvæmi nú í vikunni. Það var glæsilegur brúnn hestur sem leit dagsins ljós en hann er undan gæðingnum Mætti frá Leirubakka. Prinsinn lítur rosalega vel út háfættur, hálslangur, gangasamur.. og brúnn!! Ekki hægt að biðja um meira. Hátíð tekur móðurhlutverkinu alvarlega, er allt í einu orðin ljónstygg og hleypur um með molann sinn.
Nú er að leggjast undir feld og finna stóðhest fyrir Hátíð en þeir sem eru í sigtinu eru Andri frá Vatnsleysi, Spuni frá Vesturkoti og Framherji frá Flagbjarnaholti... ætli það verði bara úllen-dúllen-doff?
Nú er að leggjast undir feld og finna stóðhest fyrir Hátíð en þeir sem eru í sigtinu eru Andri frá Vatnsleysi, Spuni frá Vesturkoti og Framherji frá Flagbjarnaholti... ætli það verði bara úllen-dúllen-doff?