Hátíð frá Fellskoti
Hátíð frá Fellskoti byrjar veturinn vel og við hefðum ekkert á móti því að eiga fleiri henni líkar.. Ótrúlega jákvæð og efnileg hryssa, stundum gleymist hversu ung hún er en Hátíð er á fimmta vetur undan Aron frá Strandarhöfði og Hnotu frá Fellskoti sem einnig er móðir hins frábæra Hnokka frá sama bæ.! Alhliðahryssa með frábært, hreyfingarmikið tölt og mikinn vilja.
Það hefur viðrað vel í dalnum síðustu daga og við nýttum tækifærið og tókum nokkrar myndir. Annars ganga útreiðar vel, tryppin á fjórða vetur lofa góðu. Einnig eru eldri hryssurnar að komast í ágætis form og fremst í flokki fer Karen frá Árbæ sem er að styrkjast mikið. Karen veldur ekki vonbrigðum framan af.. meira um hana seinna.
Fleiri myndir af Hátíð undir "read more"
Það hefur viðrað vel í dalnum síðustu daga og við nýttum tækifærið og tókum nokkrar myndir. Annars ganga útreiðar vel, tryppin á fjórða vetur lofa góðu. Einnig eru eldri hryssurnar að komast í ágætis form og fremst í flokki fer Karen frá Árbæ sem er að styrkjast mikið. Karen veldur ekki vonbrigðum framan af.. meira um hana seinna.
Fleiri myndir af Hátíð undir "read more"