Hátíð og Siggi á fljúgandi skeiði!
Hátíð frá Fellskoti fór í dóm að Mið-Fossum undir stjórn Sigga Matt. Sýning þeirra gekk vel og uppskeran var 7.70 fyrir byggingu en 8.28 fyrir hæfileika og aðaleinkunni 8.05. Hún rétt sleppur því í fimm vetra flokkinn á Landsmóti. Hæfileikaeinkunnin skiptist svona - 8.5 fyrir tölt, brokk, skeið og vilja/geð, 8 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og stökk - frábærar tölur á fimm vetra tryppi, sýndu snilldar vel af Sigga!
Hátíð er í miklu uppáhaldi - ung hryssa með góð gangskil, gangtegundir og geðslag upp á tíu að okkar mati ;) Ættin er líka úval en móðir hennar er Ófeigsdóttirin Hnota frá Fellskoti sem er einnig móðir þeirra Hnokka og Hugmyndar frá sama bæ. Faðirinn er upprennandi heiðursverðlauna stóðhesturinn Aron frá Strandarhöfði.
Hátíð er í miklu uppáhaldi - ung hryssa með góð gangskil, gangtegundir og geðslag upp á tíu að okkar mati ;) Ættin er líka úval en móðir hennar er Ófeigsdóttirin Hnota frá Fellskoti sem er einnig móðir þeirra Hnokka og Hugmyndar frá sama bæ. Faðirinn er upprennandi heiðursverðlauna stóðhesturinn Aron frá Strandarhöfði.
Hátíð fer því í ferðalag norður í Skagafjörð þar sem hún mun taka þátt í kynbótasýningu 5 vetra hryssa á Landsmóti. Við höfum háleit markmið fyrir skvísuna og teljum hana eiga inni á nokkrum stöðum. Spurning hvort allt gangi upp á Landsmóti eða hvort það bíði betri tíma.. sjáum til. Allaveganna hlökkum við mikið til að sjá þau Hátíð og Sigga í braut á Landsmóti!! :)