Það var jafnframt spennandi að setja vinkonu okkar hana Hátíð í ræktun en það örlaði líka á eftirsjá þar sem afar skemmtilegt hefur verið að hafa hana í hesthúsinu. Hátíð er í miklu uppáhaldi hjá Davíð sem hefur séð um þjálfun hennar síðustu ár en Hátíð fór í 1.verðlaun í fyrra aðeins fimm vetra gömul í fyrra og vann sér inn þáttökurétt á LM2011. Davíð og Hátíð fóru einnig í fimmgang á nokkrum mótum núna í ár með góðum árangri og úrslitasætum.
Hátíð er sex vetra alhliðahryssa undan Hnotu frá Fellskoti og Aroni frá Strandarhöfði. Stóri bróðir hennar, Hnokki, hefur verið að sanna sig sem kynbótahestur nú í ár og eru þrjú af fimm sýndum afkvæmum komin með há fyrstu verðlaun. Við vonum að Hátíð verði engin eftirbátur í þeim efnunum og okkur hlakkar til að sjá hennar fyrst afkvæmi sem er væntanlegt í mai 2012 ef allt gengur eftir. Við fórum í marga hringi með stóðhestaval og á endanum varð Máttur frá Leirubakka hlutskarpastur. Máttur er Keilirssonur undan frábærri klárhryssu - hann er feikna gæðingur með tæpa 9 í hæfileikum, afar léttbyggður og háfættur, með frábæran karakter og við höfum trú á honum sem ræktunarhesti. Hann er til helminga í eigu Sigga bróður Davíðs og Eddu Rúnar.
Hátíð er sex vetra alhliðahryssa undan Hnotu frá Fellskoti og Aroni frá Strandarhöfði. Stóri bróðir hennar, Hnokki, hefur verið að sanna sig sem kynbótahestur nú í ár og eru þrjú af fimm sýndum afkvæmum komin með há fyrstu verðlaun. Við vonum að Hátíð verði engin eftirbátur í þeim efnunum og okkur hlakkar til að sjá hennar fyrst afkvæmi sem er væntanlegt í mai 2012 ef allt gengur eftir. Við fórum í marga hringi með stóðhestaval og á endanum varð Máttur frá Leirubakka hlutskarpastur. Máttur er Keilirssonur undan frábærri klárhryssu - hann er feikna gæðingur með tæpa 9 í hæfileikum, afar léttbyggður og háfættur, með frábæran karakter og við höfum trú á honum sem ræktunarhesti. Hann er til helminga í eigu Sigga bróður Davíðs og Eddu Rúnar.