Hátíð frá Fellskoti
Við mættum með eftirvæntingu með hana Hátíð okkar í dóm á Sörlastöðum fyrir um viku síðan. Sýningin gekk nokkuð vel og við vorum heldur betur stolt af henni Hátíð og sýnanda hennar, honum Sigga. En dómararnir voru ekki sammála okkur og var hún "mínusmegin" á flestum stöðum. Það er lítið hægt að gera í því.. Hún hækkaði aðeins í yfirlitinu en það skondna var að hún var ekki eins góð þá og í fordómnum. Hátíð endaði í 7.89 í aðaleinkunn - með 8.5 fyrir skeið og 8 fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð í reið. Við vorum nokkuð spæld yfir byggingareinkunninni - sér í lagi einkunnum fyrir hófa og bak/lend.
Hátíð á fljúgandi skeiði
Já þetta er það skemmtilega við hestamennskuna að hún er algjörlega óskrifað blað og maður veit aldrei hverju von er á. En þrátt fyrir þessa útkomu vitum við hvaða kosti Hátíð býr yfir og ætli frasinn "hennar tími mun koma!!" eigi ekki bara við ;) En okkur þótti vænt um að margir sem sáu sýningu Hátíðar komu að máli við okkur og lýstu yfir furðann sinni á útkomunni - gott að það voru ekki bara eigendur og knapi sem voru ósáttir.. ;) ..því lengi er hægt að kenna blessuðum dómurunum um.