Herdís frá Holtsmúla
Sær frá Bakkakoti hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá okkur en nýverið festum við kaup á álitlegu folaldi undan honum. Sú heitir Herdís og er frá Holtsmúla, ræktuð af Svanhildi Hall og Magga Lár. Að Herdísi stendur vel í báðar ættir en móðir hennar heitir Héla frá Ósi sem er 1.verðlauna klárhryssa sem státar ma. af 9 fyrir tölt, vilja, prúðleika og réttleika. Héla er undan Gusti frá Hóli og Fröken frá Möðruvöllum sem hefur gefið bunka af álitilegum hrossum. Sammæðra Herdísi okkar er stóðhesturinn Hrímnir frá Ósi sem eftirminnilega hlaut 9.5 fyrir tölt og brokk aðeins fimm vetra gamall.
Er ekki gæðingsglampi í auga Herdísar..? Við vonum það að minnsta kosti. Þetta er það skemmtilega við hestamennskuna.. biðin og vonin :) Herdís fæddist rauð en er nú á góðri leið að verða grá eins og hún á kyn til.
Er ekki gæðingsglampi í auga Herdísar..? Við vonum það að minnsta kosti. Þetta er það skemmtilega við hestamennskuna.. biðin og vonin :) Herdís fæddist rauð en er nú á góðri leið að verða grá eins og hún á kyn til.