Hryssuhópurinn frá 2012
Hjá þeim heiðurshjónum Hönnu og Haraldi á Hrafnkelsstöðum er eitt besta folaldauppeldi sem við þekkjum til. Við höfum síðastliðin ár haft okkar folöld í vetrarfóðrun á Hrafnkelsstöðum og þar er alltaf jafngóð tilfinning að vita af litlu "vonarstjörnunum" í góðu eftirlæt. Síðan er alltaf skemmtilegt að líta við og kíkja á folöldin, spá og spekúlera. Á dögunum gerðum við einmitt það. Það er ekki að spyrja að því að móttökurnar eru alltaf höfðinglegar á Hrafnkelsstöðum.