Það hefur ekki viðrað sérstaklega vel til útreiða í Víðidalnum síðast liðna tvo mánuði eða svo vegna gífulegra klakatíðar. Allar götur og reiðstígar hafa verið ísilagðar þrátt fyrir tilraunir til söndunar og söltunar. Því er mikið riðið í Reiðhöllinni en þó er nauðsynlegt að viðra hrossin af og til á þessum blessuðu ísilögðu götum til tilbreytingar. Þessar myndir tókum við snemma í febrúar af Hatt frá Eylandi sem er alhliðahestur á fimmta vetur undan Álf og Keilu frá Bjarnastöðum.
|
|