Nokkur folöld eru komin undan Hatt okkar frá Eylandi. Það er gaman að spá og spekulera en þau hafa nú ýmislegt sammerkt... Afar háfætt eru þau, með háttsettan og mjúkan háls ásamt því að vera dálítið fíngerð. Allur gangur virðist vera til staðar.
En aðeins um Hatt frá Eylandi - hann er fjögurra vetra gamall undan Álf frá Selfossi sem hefur sannað sig sem gæðingafaðir og hlaut Sleipnirsbikarinn á LM2012 í Reykjavík. Móðirin er ansi sniðug hryssa, Keila frá Bjarnastöðum dóttir annars heiðursverðlaunahests Keilirs frá Miðsitju. Keila hefur hlotið 8.34 í aðaleinkunn. Hattur er stór og myndalegur, flugrúmur og hágengur alhliðahestur!
Nokkrar myndir af afkvæmum fylgja með :)
En aðeins um Hatt frá Eylandi - hann er fjögurra vetra gamall undan Álf frá Selfossi sem hefur sannað sig sem gæðingafaðir og hlaut Sleipnirsbikarinn á LM2012 í Reykjavík. Móðirin er ansi sniðug hryssa, Keila frá Bjarnastöðum dóttir annars heiðursverðlaunahests Keilirs frá Miðsitju. Keila hefur hlotið 8.34 í aðaleinkunn. Hattur er stór og myndalegur, flugrúmur og hágengur alhliðahestur!
Nokkrar myndir af afkvæmum fylgja með :)