Gyðja frá Árbæ var sýnd í Hafnarfirði á dögunum í flottan dóm - 8.23 í aðaleinkunn og þar með fær hún farmiða á Landsmót. Fyrir sköpulag 8.05 og hæfileika 8.35 en Gyðja er jöfn hryssa með 8.5 fyrir höfuð, háls/herðar/bóga, bak/lend, tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið. 8 fyrir skeið, fet og stökk. Hún var sýnd af bróður Davíðs, Sigga Matt en Davíð hefur annast þjálfun á hryssunni frá upphafi.
Gyðja er undan Álf frá Selfossi og Glás frá Votmúla, ræktuð af Gunnari Jóhannssyni en í eigum Gunter Jöhnk í Störtal. Óskum þeim til hamingju með þessa flottu hryssu.
Gyðja er undan Álf frá Selfossi og Glás frá Votmúla, ræktuð af Gunnari Jóhannssyni en í eigum Gunter Jöhnk í Störtal. Óskum þeim til hamingju með þessa flottu hryssu.