Mæðginin á Eylandi
Spes frá Stóra-Hofi er köstuð, hún kastaði glæsilegu hestfolaldi undan Sveini-Hervari. Við kíktum á hann aðeins nokkra tíma gamlan en hann var strax orðin sperrtur og flottur. Hrikalega háfættur með langan háls.. greinilegt að Spes gaf honum það í vöggugjöf ;) Nú þarf að finna fallegt nafn á kappann sem byrjar á S, endilega komið með hugmyndir!!
Spes fer um helgina og hittir Byr frá Mykjunesi (8.29), það ætti nú að koma eitthvað "gougeus" undan þeim tveim.. bæði með 9 fyrir háls/herðar og um 8.50 í byggingu!! Spennandi. En það eru meðeigendur okkar þau Ragga og Leifur sem halda Spes í ár.
Spes fer um helgina og hittir Byr frá Mykjunesi (8.29), það ætti nú að koma eitthvað "gougeus" undan þeim tveim.. bæði með 9 fyrir háls/herðar og um 8.50 í byggingu!! Spennandi. En það eru meðeigendur okkar þau Ragga og Leifur sem halda Spes í ár.