Limur frá Leiðólfsstöðum er aldeilis að verða flottur en hann er stóðhestur á fimmta vetur undan Álf frá Selfossi og Sólvá frá Akureyri. Álf þarf vart að kynna enda einn vinsælasti stóðhestur landsins um þessar mundir. Sólvá á ættir sínar að rekja til Hervars frá Sauðárkróki og Ófeigs frá Hvanneyri en hún er að sanna sig sem kynbótahryssa en systir Lims, Sóldís frá Leiðólfsstöðum fór í flott 1. verðlaun sl. sumar með ma. 9 fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið!
Það er ekki annað að sjá en hreyfieðlið sé í góðu lagi hjá Lim og limaburðurinn góður! Virkilega flottur foli sem gaman verður að fylgjast með. Um Lim var stofnað hlutafélag fyrir nokkrum misserum síðan en það eru 70 vaskir Fáksfélagar sem eiga Liminn saman og þar með talið eigum við einn hlut. Lesa má meira um Lim á síðunni hans - limur.123.is
Fleiri myndir má sjá af kappanum undir "read more".
Það er ekki annað að sjá en hreyfieðlið sé í góðu lagi hjá Lim og limaburðurinn góður! Virkilega flottur foli sem gaman verður að fylgjast með. Um Lim var stofnað hlutafélag fyrir nokkrum misserum síðan en það eru 70 vaskir Fáksfélagar sem eiga Liminn saman og þar með talið eigum við einn hlut. Lesa má meira um Lim á síðunni hans - limur.123.is
Fleiri myndir má sjá af kappanum undir "read more".