Hattsdóttir
Þá er fyrsta folaldið undan honum Hatti frá Eylandi fætt og reyndist vera þessi ljómandi fallega hryssa sem fékk nafnið Edda. Hryssan er undan Gyðju frá Ey I sem er alsystir Andvara frá Ey I. Nokkrar hryssur voru hjá Hatt í fyrra og reyndust allar fylfullar en því miður lét Viðja frá Meiri-Tungu III (8.21) fylinu, en þó er von er á fleiri Hattsbörnum.
Hattur er fæddur 2009 og verður því frumtaminn í haust. Hann er undan Keilu frá Bjarnastöðum (8.34) og Sleipnirsbikarshafanum Álf frá Selfossi. Hattur er nú í góðu yfirlæti hjá okkur á Eylandi þar sem hann heldur nokkrum sniðugum skvísum félagskap.
Hattur er fæddur 2009 og verður því frumtaminn í haust. Hann er undan Keilu frá Bjarnastöðum (8.34) og Sleipnirsbikarshafanum Álf frá Selfossi. Hattur er nú í góðu yfirlæti hjá okkur á Eylandi þar sem hann heldur nokkrum sniðugum skvísum félagskap.