Glaður undan Gaum og Elju
Glaður er annar af tveimur stóðhestum á fjórða vetur (2009) hjá okkur á Eylandi. Hann er undan gæðingnum Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Elju okkar frá Þingeyrum, hann er því litli bróðir Öskju. Það hefur verið skemmtilegur stígandi í folanum og er hann nú orðinn fluggengur á tölti og brokki. Mikil skrokkmýkt og lipurð einkennir Glað ásamt feikna fótaburð. Glaður er frumtamin og þjálfaður af Bylgju Gauksdóttur.