Fyrir þá sem ekki vita er Eyland statt í Vestur-Landeyjum nánar tiltekið í "Eyjahverfinu". Næstu bæir við okkur eru Ey I og II, Hvítarnes, Berjanes, Stífla, Hemla og Strandarhöfuð. Þar sem við búum ekki að staðaldri fyrir "austan" (eins og við höfuðborgarbúar viljum kalla það) fáum við góða hjá frá nágrönnum okkar á Ey I. En þar búa þau Gunnar og Berglind en á Ey I hefur löngum verið hefð fyrir hrossarækt og ma. er gæðingafaðirinn Andvari frá Ey þaðan. Gunnar og Berglind sjá um að gefa fyrir okkur og hafa auga með útigangnum. Það er gulls í að eiga góða nágranna! En myndin er einmitt tekin í mars þegar Gunnar var að gefa stóðinu.
|
|