Hnáta með strákinn sinn..
Fyrsta folaldið er fætt á Eylandi en það var Hnáta frá Hábæ sem kastaði glæsilegu tinnusvörtu hestfolaldi í vikunni en faðirinn er Vilmundur frá Feti. Það er von á níu folöldum til viðbótar svo að það eru spennandi tíma framundan á Eylandi ;)
Það byrjaði ekki vel hjá Hnátu og stráknum hennar því að ein herská hryssa í hópnum gerði sér lítið fyrir og stal folaldinu. Sem betur fer skárumst við í leikinn fljótt og komum þeim mæðginum saman á ný. En sú herskáa fær að dúsa í sér hólfi meðan folöldin fæðast eitt af öðru.
Það byrjaði ekki vel hjá Hnátu og stráknum hennar því að ein herská hryssa í hópnum gerði sér lítið fyrir og stal folaldinu. Sem betur fer skárumst við í leikinn fljótt og komum þeim mæðginum saman á ný. En sú herskáa fær að dúsa í sér hólfi meðan folöldin fæðast eitt af öðru.