Hnáta og Hrafn
Hnáta frá Hábæ er loksins köstuð en hún gekk um viku fram yfir. Hún kom með brúnan hest undan ungstirninu, Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum og ef mér skjátlast ekki er þetta fyrsta folaldið sem fæðist undan honum.
Folaldið fékk stórt nafn, ekkert annað en Hrafn! Stórt nafn á lítið nýfætt folald og það lýsir kannski væntingunum.. :) Þetta er það skemmtilegasta við ræktunina, að spá og spekulera, setja miklar væntingar á þessi kríli og fylgjast með þeim í uppvextinum. Svo er spurning hvað verður.. það er annað mál!
Myndavélin hefur verið að stríða okkur.. en myndirnar sem við tókum af Hrafni í gær eru allar í móðu. Ég læt samt eina fylgja með en hún er af honum nokkra klukkustunda gömlum.
Folaldið fékk stórt nafn, ekkert annað en Hrafn! Stórt nafn á lítið nýfætt folald og það lýsir kannski væntingunum.. :) Þetta er það skemmtilegasta við ræktunina, að spá og spekulera, setja miklar væntingar á þessi kríli og fylgjast með þeim í uppvextinum. Svo er spurning hvað verður.. það er annað mál!
Myndavélin hefur verið að stríða okkur.. en myndirnar sem við tókum af Hrafni í gær eru allar í móðu. Ég læt samt eina fylgja með en hún er af honum nokkra klukkustunda gömlum.