
Tamningar eru komnar á fulla ferð og tryppin orðin vel fær. Fjöldinn er orðin slíkur að við komumst ekki yfir öll tryppin sjálf svo að við fengum aðstoð frá Bylgju Gauks með tamningarnar. Hún vann frábæra vinnu og kenndi þeim vel grunninn. Nokkur álitleg tryppi eru í hópnum sem dæmi hann Dagfari frá Eylandi (2008), Veru- og Aronssonur. Dagfari er kattliðugur og samvinnufús. Hans forskóla er lokið í bili og Dagfari aftur farinn í hagann á Eylandi. Við tókum smá video af honum áður en honum var sleppt undir "read more".