Rut á Boða og Jolly
Reiðkennsla er nauðsynlegur þáttur af hestamennskunni en við skelltum okkur á frábært námskeið um síðustu helgi. Þýski reiðsnillingurinn Jolly Schrenk var á landinu í þeim tilgangi að halda námskeið í Austurási hjá góðum vinum okkar, þeim Röggu og Hauk. En aðstaða í Austurási er líklega ein sú besta á landinu og algjörlega "ideal" fyrir námskeiðahald. Það var ótrúlega gaman að sitja námskeiðið hjá Jolly en hún er klárlega ein af flinkari knöpum sem við höfum séð vinna.
Hugmyndarfræði Jolly er skemmtileg og konan algjör "hesthaus" ef svo má segja. Hún er afskaplega fljóta að lesa hrossin og var með skemmtilegar öðruvísi hugmyndir hvernig leysa mætti viss vandamál. En endamarkmiðið alltaf það sama - að hrossið gangi sátt áfram, fram í taum og í söfnun.
Hópurinn var frábær og hestarnir mjög ólíkir, með mismunandi galla og kosti svo að gaman var að sjá hvernig Jolly tæklaði mismunandi hestatýpur. Ásamt okkur voru á námskeiðinu Haukur og Ragga, Edda Rún, Robbi Pet, Cristina Lund og Caroline, Líney á Fellskoti og fl! Helgin var í alla staði frábær og minnir okkur á hversu mikilvægt er að leita sér kennslu og jafnframt að sjá aðra knapa og hesta vinna..
Hugmyndarfræði Jolly er skemmtileg og konan algjör "hesthaus" ef svo má segja. Hún er afskaplega fljóta að lesa hrossin og var með skemmtilegar öðruvísi hugmyndir hvernig leysa mætti viss vandamál. En endamarkmiðið alltaf það sama - að hrossið gangi sátt áfram, fram í taum og í söfnun.
Hópurinn var frábær og hestarnir mjög ólíkir, með mismunandi galla og kosti svo að gaman var að sjá hvernig Jolly tæklaði mismunandi hestatýpur. Ásamt okkur voru á námskeiðinu Haukur og Ragga, Edda Rún, Robbi Pet, Cristina Lund og Caroline, Líney á Fellskoti og fl! Helgin var í alla staði frábær og minnir okkur á hversu mikilvægt er að leita sér kennslu og jafnframt að sjá aðra knapa og hesta vinna..