Dagfari frá Eylandi og Bylgja Gauks eru flott par sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum í vor. Bylgju þarf nú ekki að kynna en Dagfari er sex vetra undan Aroni frá Strandarhöfði og Veru frá Ingólfshvoli. Þau hafa nú þegar skorað upp undir 7 í bæði tölti og fjórgang en einnig fóru þau í úrtöku í B-flokk nú um helgina, niðurstaðan var 8.41 og 15-16 sæti í feikna sterkum B-flokki Fáksmanna. Það verður gaman að fylgjast með þessu lofandi pari á keppnisvellinum!
|
|