Tindur frá Eylandi
Nú er haustið gengið í garð og þá hefjast for- og frumtamningar hjá okkur á Eylandi. Í síðustu viku vorum við með þrjá veturgamla fola í fortamningu. Þeir voru ótrúlega fljótir að átta sig og orðnir vel bandvanir á þriðja degi. Nú eru þeir komnir á haustbeitina á Eylandi eftir smá tamningu, ormalyf og snyrtingu.
Folarnir sem umræðir eru þeir Tindur, Spegill og Hrafn frá Eylandi. Allt vel ættaðir hestar sem hreyfa sig vel. Ætli Spegill skari ekki fram úr hvað varðar byggingu en hann er undan fegurðadrottningunni Spes frá Stóra-Hofi og Sveini-Hervari. Tindur er síðan undan Veru frá Ingólfshvoli og Sæ frá Bakkakoti. Hrafn er undan hátt dæmdri klárhryssu (h:8.41), Hnátu frá Hábæ. Álitlegir folar þangað til annað kemur í ljós :)
Folarnir sem umræðir eru þeir Tindur, Spegill og Hrafn frá Eylandi. Allt vel ættaðir hestar sem hreyfa sig vel. Ætli Spegill skari ekki fram úr hvað varðar byggingu en hann er undan fegurðadrottningunni Spes frá Stóra-Hofi og Sveini-Hervari. Tindur er síðan undan Veru frá Ingólfshvoli og Sæ frá Bakkakoti. Hrafn er undan hátt dæmdri klárhryssu (h:8.41), Hnátu frá Hábæ. Álitlegir folar þangað til annað kemur í ljós :)