Muni frá Mykjunesi
Folöldin voru tekin undan fyrstu helgina í janúar, það var ekki laust við að hryssurnar væru bara fengnar frelsinu enda allar fylfullar og styttist óðfluga í vorið. Folöldin fóru að vanda til þeirra heiðurshjóna á Hrafnkelsstöðum, Jóhönnu og Haralds. Hjá þeim hjónum gerist ekki aðstaðan betri, nostrað er við folöldin og einstaklega góð tilfinning að skilja vonarstjörnunar þar eftir :)