Kraflar frá Mykjunesi
Hvað varðar flensuna títtnefndu höfum við haft mestar áhyggjur af folöldum síðasta sumars.. Okkar folöld hafa sloppið nokkuð vel (7-9-13) en við höfum haft mikið eftirlit með þeim, rekið heim, grandskoðað og hitamælt þau. Það hafa ekki allir verið eins heppnir enda er mikið um illa veik folöld og folöld sem hafa jafnvel dáið úr flensunni..
Margir eru nú þegar búnir að taka folöldin undan og förum við líklega að huga af því bráðlega. Folöldin eru flest öll búin að fá nokkra mánuði á móðurmjólkinni og innbyrða öll mótefni og næringarefni sem þau þurfa þannig að í ljósi aðstæðna er ekki vitlaust að taka þau fyrr inn en ella. Veðrið hefur reyndar verið okkur hestamönnum á suðurlandi hliðhollt og án vafa hjálpað folöldunum.
Á myndinni er Kraflar frá Mykjunesi undan heiðursverðlauna stóðhestinum Keili frá Miðsitju. Móðir hans er klárhryssan, Elja frá Þingeyrum. Kraflar var hálf slappur í haust og við tókum hann því inn..
Margir eru nú þegar búnir að taka folöldin undan og förum við líklega að huga af því bráðlega. Folöldin eru flest öll búin að fá nokkra mánuði á móðurmjólkinni og innbyrða öll mótefni og næringarefni sem þau þurfa þannig að í ljósi aðstæðna er ekki vitlaust að taka þau fyrr inn en ella. Veðrið hefur reyndar verið okkur hestamönnum á suðurlandi hliðhollt og án vafa hjálpað folöldunum.
Á myndinni er Kraflar frá Mykjunesi undan heiðursverðlauna stóðhestinum Keili frá Miðsitju. Móðir hans er klárhryssan, Elja frá Þingeyrum. Kraflar var hálf slappur í haust og við tókum hann því inn..
Fyrir nokkrum vikum tókum við Kraflar frá Mykjunesi undan mömmu sinni, Elju frá Þingeyrum. Hann var hálf ræfilslegur og með mikið hor í nösum. Hann er búinn að vera í góðu yfirlæti í hesthúsinu hjá okkur í Víðdal þar sem hann stendur í heyi, fær fitumikla köggla, vítamín og sýklalyf. Kraflar er allur að braggast og verður í góðu yfirlæti með hinum folöldunum okkar í vetur!