Árið 2013 gekk upp og niður í okkar hestamennsku. Inni þetta árið voru flest allt ungviði okkur ræktað, meðalaldurinn var langt innan við 5 árin. En tryppin spennandi og sum bráðflink. Sex folöld litu dagsins ljós en það sem skyggði á var að við misstum þrjú folöld úr, tvö fæddust dauð og eitt veiktist illa. Síðan misstum við mikla uppáhalds hryssu, hana Veru okkar. Nokkur tryppi fóru í kynbótadóm með mismunandi árangri - sumt gekk upp en annað ekki. Kannski má segja að 2013 sé ár sem maður dragi töluverðan lærdóm af. Meira hér fyrir neðan.
Árið byrjaði vel með fullu hesthúsi og meira til af efnilegum tryppum á fjórða og fimmta vetur. Þegar byrjað var að þjálfa 2009 tryppin kom í ljós að sum þeirra voru ansi álitleg sem dæmi þau Hattur frá Eylandi, Glaður frá Mykjunesi, Von og Gjöf frá Ey I. Einnig á húsi var skvísan okkar hún Askja frá Mykjunesi (2008) sem hafði gert það gott á LM2012 í fjögurra vetra flokki, Dagfari frá Eylandi efnilegur fjórgangari, spriklarinn hún Þjórsá frá Eylandi ásamt efnishryssunni Gyðju frá Árbæ. Þjálfunin gekk vel framan af vetri og vori, en Bylgja Gauksdóttir átti það stóran þátt í.
Við mættum brött á kynbótasýningu á Selfossi með tryppin okkar. Þar gekk ekkert upp. Veðrið var leiðilegt, strekkingur sem gerði ekkert auðveldara og völlurinn erfiður vegna mikilla rigninga. Dómgæslan var já.. best að hafa sem fæst orð um hana en að minnsta kosti var hún frekar stíf þá sérstaklega þegar horft var til byggingardóms. Mikill neikvæðni var í loft og endaði þessi sýning með látum eins og flestir vita. En í gegnum þessa sýningu fór frá okkur þau Von frá Ey I, Glaður frá Mykjunesi, Þjórsá frá Eylandi og Gyðja frá Árbæ. Við vorum bara nokkuð ánægð með þessi tryppi okkar þó svo aðstæður hafi verið erfiðar en það var í algjöru ósamræmi við það sem dómnefndinni fannst eins og flest allir ræktendur og eigendur upplifðu á Selfossi í þetta skiptið. Við lærðum dýrmæta lexíu af þessari sýningu. En það væri nú samt ekkert gaman að þessu ef alltaf væru jólin ;)
Þegar þarna var komið voru nokkur folöld komin til sögu. En árið 2013 var ekki beint gjöfult í þeim efnunum. Alls fæddust átta folöld en af þeim drapst eitt í fæðingu ásamt móður sinni, uppáhaldinu henni Veru frá Ingólfshvoli. Það var rautt undan Arði frá Brautarholti. Sameign vina okkar á Hamarsey, hún Perla frá Hólshúsum kastaði dauðu hestfolaldi undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum en Perla var þá staðsett í flóanum á Hamarsey. En sex folöld fæddust lifandi og spræk - tvær hryssur og fjórir hestar. Fallegasta folaldið var elflaust hún Munkahetta frá Eylandi sem hafði verið beðið eftir í eftirvætingu þar sem nokkur ár tók að gera mömmuna, hana Viðju frá Meiri-Tungu III fylfulla. En það var samvinnt því Munkahetta veiktist illa í ágúst og eftir 2 mánaða baráttu drapst lillan. Eftir standa því fjögur hestfolöld og ein hryssa. Öll undan 1.verðlaun foreldrum, spennandi folöld. En þetta er víst svona í þessari hestamennsku. Þeir missa sem eiga.
Hryssurnar fóru eftir köstun ein af annarri til stóðhesta og var pörunin eftirfandi.
Keila frá Bjarnastöðum (8.34) er fylfull við Andra frá Vatnsleysu
Viðja frá Meiri-Tungu (8.21) er fylfull við Andra frá Vatnsleysu
Hnáta frá Hábæ (8.18) er fylfull við Stála frá Kjarri
Hátíð frá Fellskoti (8.05) er fylfull við Framherja frá Flagbjarnarhotli
Elja frá Þingeyrum (8.04) er fylfull við Óm frá Kvistum
Vaka frá Árbæ (7.99) er fylfull við Kjerúlf frá Kollaleiru
Keila frá Bjarnastöðum (8.34) er fylfull við Andra frá Vatnsleysu
Viðja frá Meiri-Tungu (8.21) er fylfull við Andra frá Vatnsleysu
Hnáta frá Hábæ (8.18) er fylfull við Stála frá Kjarri
Hátíð frá Fellskoti (8.05) er fylfull við Framherja frá Flagbjarnarhotli
Elja frá Þingeyrum (8.04) er fylfull við Óm frá Kvistum
Vaka frá Árbæ (7.99) er fylfull við Kjerúlf frá Kollaleiru
Þrátt fyrir að vera ansi brennd eftir Selfoss sýninguna ákváðum við að láta slag standa og demba okkur á Hellu. Við mættum með tvær hryssur þangað sem báðar stóðu sig vel. Askja frá Mykjunesi ung hryssa úr okkar ræktun hlaut 8.42 fyrir hæfileika aðeins 5 vetra gömul - ma. 9 fyrir skeið og vilja, 8.5 fyrir tölt, hægt tölt og form. Lækkaði töluvert fyrir byggingu frá fyrra ári og því aðaleinkunn upp á 8.16. Sýnd af Bylgju Gauksdóttur. Gyðja Álfsdóttir frá Árbæ einnig fimm vetra stóð sig vel og uppskar 7.99 í aðaleinkunn, sýnd af Sigurði V Matthíassyni. Þá var þátttöku okkar í kynbótasýningum lokið þetta árið :)
Næst á dagskrá var Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín. En þessu móti vorum við búin að bíða eftir með nokkurri eftirvæntingu. Hestakosturinn var frábær, félagskapurinn en betri en ætli aðstaða hesta og manna á mótsvæði hefi ekki mátt vera betri. Berlín bætti það upp enda frábær borg í alla staði. Í heildina vel heppnuð og skemmtileg ferð!
Þegar heim var komið frá Berlín er miður ágúst, tryppin flest komin í pásu eftir vetrarþjálfunina. Ekki var farið í neina hestaferð þetta sumarið sem var frekar óvanalegt eflaust má rekja það til ungra hrossa og síðan var veðrið ekki upp á marga fiska. Ungur stóðhestur úr okkar ræktun steig sín fyrstu skref á keppnisvellinum en Dagfari frá Eylandi (2008) fór í fjórgang á Suðurlandsmóti ásamt Bylgju Gauks og uppskáru þau einkunn upp á tæpa 6.80 sem hlýtur að teljast efnilegt hjá fimm vetra fola :)
Haustverkin fylgdu síðan í kjölfarið með tilheyrandi frumtamningum sem gengu nokkuð vel en það var Davíð og Bylgja Gauks sem sáu um þær. Fjögur frambærileg tryppi á fjórða vetur verða inni þennan veturinn og komu þau vel út í fyrstu sín. Hesthúsið var þvegið hátt og látt, málað og "sjænað". Loksins létum við það eftir okkur að kaupa gamlan traktor til að eiga á Eylandi síðla árs. Í desmeber voru síðan flest öll hrossin kominn inn sem verða í vetrarþjálfun.
Í heildina var 2013 ágætis ár, viðburðar- og lærdómsríkt. Hestaárið 2014 verður eflaust betra enda fullt hesthús af skemmtilegum efnis tryppum og þar að auki Landsmót framundan á Gaddastaðaflötum.
Í heildina var 2013 ágætis ár, viðburðar- og lærdómsríkt. Hestaárið 2014 verður eflaust betra enda fullt hesthús af skemmtilegum efnis tryppum og þar að auki Landsmót framundan á Gaddastaðaflötum.