Askja frá Mykjunesi 4v á LM2012
Árið 2012 hefur verið frábært hjá okkur á Eylandi. Það hófst skemmtilega þegar við tókum inn nokkrar frábærar ungar merar og tryppi í byrjun janúar. Þetta var einnig í fyrsta skiptið sem öll tryppin á fjórða vetur voru ræktuð af okkur. Tvö hross fóru í fullnaðardóm og eitt í sköpulagsdóm. Tvær hryssur bættust við í folaldseign og síðan fæddust okkur sjö heilbrigð folöld!
Bylgja og Askja sáttar með afraksturinn!
Í 2008 árganginum voru þau Þjórsá og Dagfari frá Eylandi ásamt Hávari og Öskju frá Mykjunesi. Bylgja Gauksdóttir sá um að frumtemja tryppin og þjálfa þau að mestu leyti. Um miðvetur voru það Þjórsá og Dagfari sem voru líklegust til að verða sýningarfær en þegar leið á blómstraði Askja. Ákveðið var að bíða með Þjórsá og Dagfara þar sem þau eru klárhross en reyna með Öskju. Askja var sýnd á kynbótasýningu á Selfossi og hlaut 7.97 í aðaleinkunn. Við vorum í skýjunum og gátum ekki beðið um meira frá þessu fjögurra vetra tryppi sem hafði verið algjör hrakfallabálkur ma. fengið hrossasótt, helst í nokkrar vikur o.sv.frv. Askja var því komin með miða á Landsmót 2012 í Reykjavík og ákveðið var að pása hana í nokkrar vikur. Hún hafði mikið gott af hvíldinni og óx ásmegin, var tekin inn viku fyrir mót og hafði greinilega tekið miklum framförum í hvíldinni. Niðurstaðan var 8.20 fyrir hæfileika á Öskju ma. 9 fyrir skeið og 8.5 fyrir tölt ásamt vilja/geðslag sem þýddi 8.08 í aðaleinkunn - 11.sætið í 4.vetra flokki hryssna á LM2012! Okkur leið nánast eins og við ættum efstu hryssu í flokknum, við gátum ekki beðið um meira en Askja var fyrsta hrossið sýnt úr okkar ræktun.
Fyrir neðan eru myndir af efnistryppum úr 2008 árgangnum - þeim Þjórsá og Dagfara frá Eylandi ásamt litlu stjörnunni okkar Öskju frá Mykjunesi.
Fyrir neðan eru myndir af efnistryppum úr 2008 árgangnum - þeim Þjórsá og Dagfara frá Eylandi ásamt litlu stjörnunni okkar Öskju frá Mykjunesi.
Davíð og Hátíð á Hvítasunnumóti Fáks
Tvær hryssur fóru í folaldaeign vorið 2012, þær Hátíð frá Fellskoti og Vaka frá Árbæ - en báðar hryssurnar eigum við með góðum vini okkar Elmari Sigurðssyni. Hátíð var sýnd fimm vetra sumarið 2011, hlaut 8.28 fyrir hæfileika og tók þátt á LM2011. Planið var að halda henni geldri veturinn 2012, kynnast henni betur og fara með hana í nokkrar keppnir. Hátíð og Davíð fóru á úrtöku fyrir A-flokk á LM2012, gekk vel fyrir utan það að hún fetaði ekki spor. Frekar svekkjandi því hún hlaut 8.27 fetlaus en hefði hún fetað upp á um 8 hefði niðurstaðan verið um 8.50 og hún verið í úrslitum ásamt því að eiga farmiða á LM. Þau fóru í nokkrar íþróttakeppnir með ágætis árangri, hlutu um 6.30 í forkeppni og úrslitasæti í tveimur mótum. Planið var síðan að sýna hana síðsumars þar sem hún á mjög mikið inni en hún slasaði sig á fæti rétt fyrir sýningu. Hátíð fór undir gæðinginn Mátt frá Leirubakka snemma sumars og hlökkum við mikið til að fá undan henni afkvæmi.
Vaka og Siggi á Selfossi 2012
Vöku frá Árbæ eignuðumst við í byrjun árs 2012. Hana keyptum við af þeim hjónum Gunnari og Vigdísi á Árbæ. Það sendur gríðarvel að Vöku en hún var sýnd fjögurra vetur og hafði síðan verið í folaldseign eftir það. Það því planið að sýna hana og töldum við engan vafa að hún gæti farið í um 8.20-30 fyrir hæfileika. Það var ekki raunin og hún hlaut tvisvar 7.99 í aðaleinkunn. Vaka var sýnd mjög vel af Sigga Matt en allt kom fyrir ekki, við vorum ekki alverg sammála dómurunum, svoleiðis er það stundum og annað væri leiðilegt! Vaka hefur mjög góða kosti í ræktun ma. háa byggingareinkunn 8.20, er með góð gangskil og fótaburð ásamt því að hún er langræktuð. Því varð það úr að hún fór undir Krák frá Blesastöðum og er komin í ræktun hjá okkur á Eylandi.
Muni frá Mykjunesi
Fyrsta folaldið kom í heiminn aðra vikuna í maí en það var Hnáta frá Hábæ sem kom með glæsilegan svartan hest undan Vilmund frá Feti. Hryssurnar komu síðan með hvert folaldið á fætur öðru og var það Hrafndís frá Hofi sem rak lestina með fíngerðri brúnni
Kynjahlutfallið var nokkuð jafn - þrjár hryssur og fjórir hestar. Litirnir voru heldur einhæfir þetta sumarið en fimm voru brún og tvö jörp. Ætli uppáhalds folöldin séu ekki þau Dögg frá Eylandi undan Byr frá Mykjunesi og Veru frá Ingólfshvoli ásamt Muna frá Mykjunesi undan Mætti frá Leirubakka og Elju frá Þingeyrum.
Kynjahlutfallið var nokkuð jafn - þrjár hryssur og fjórir hestar. Litirnir voru heldur einhæfir þetta sumarið en fimm voru brún og tvö jörp. Ætli uppáhalds folöldin séu ekki þau Dögg frá Eylandi undan Byr frá Mykjunesi og Veru frá Ingólfshvoli ásamt Muna frá Mykjunesi undan Mætti frá Leirubakka og Elju frá Þingeyrum.
Rut og Boði sumarið 2012
Nokkur hross kvöddu okkur þetta árið en þá má einna helst minnast á klárhestinn Boða frá Sauðárkróki. Hann er nú í góðu yfirlæti hjá vinum okkar Marit & Fabian í Þýskalandi! Marit stefnir á keppni í fjórgang og tölt á næsta keppnistímabili, það verður gaman að fylgjast með þeim. Það er mikil eftirsjá í Boða en hann er kominn á frábært heimili sem er gott a vita af!
Árið 2012 var í heildina gleðilegt og gjöfult. Komandi ár leggst vel í okkur og erum við full tilhlökkunar! Við óskum hestamönnum gleðilegs nýs árs og þökkum liðnar stundir!