Hnáta frá Hábæ
Það var ekki vorlegt um að lítast á Eylandi um helgina, jörðin snævi þakin. En það sem minnir okkur á að vorið sé á næsta leyti eru fylfullu hryssurnar sem sumar hverjar eru orðnar heldur myndarlegar. Fyrstar til að ríða á vaðið eru fyrstu verðlauna frumbyrjurnar Hnáta frá Hábæ og Spes frá Stóra-Hofi en samkvæmt okkar útreikningum ættu þær að kasta fyrstu dagana í maí... sem er bara eftir einn og hálfan mánuð!!! Það er eins gott að nú fari að vora!
Tíminn er svo fljótur að líða að það er eins og það hafi verið í gær að hryssunar voru sónaðar.. en nú fer víst að líða að því að velja þurfi stóðhesta á skvísurnar á ný!
Á myndinni er Hnáta frá Hábæ sem líklega kastar fyrst hjá okkur í ár. Hún á von á sínu fyrsta folaldi en það er mikil tilhlökkun hjá okkur að sjá það. En hún er fylfull við Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum.
Tíminn er svo fljótur að líða að það er eins og það hafi verið í gær að hryssunar voru sónaðar.. en nú fer víst að líða að því að velja þurfi stóðhesta á skvísurnar á ný!
Á myndinni er Hnáta frá Hábæ sem líklega kastar fyrst hjá okkur í ár. Hún á von á sínu fyrsta folaldi en það er mikil tilhlökkun hjá okkur að sjá það. En hún er fylfull við Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum.