Það er endalaus snjór á fróni og virðist það virðist lítið ætla að breytast. Við eins og aðrir hestamenn höfum þurft að gera ráðstafanir vegna þessa. Við byrjuðum að gefa mun fyrr en ella og tókum folöldin undan rétt eftir áramót. Hryssurnar foru fegnar að losna við gríslingana sem aldrei fyrr..
Það er um einn og hálfur mánuður síðan við tókum inn. Hrossin eru frekar ung þennan veturinn, ætli meðal aldurinn sé ekki um 5 vetra. En eitthvað er af efnistryppum, meira af því seinna. Við notuðum veðrið um helgina og tókum nokkrar myndir af Tíma Trúsyni sem er á fimmta vetur.
Við höfum líka verið að "baxa" við það í "frítímanum" að koma hesthúsinu í stand á Eylandi. Nú erum við að klæða það að utan og ein mynd af því fylgir með.
Það er um einn og hálfur mánuður síðan við tókum inn. Hrossin eru frekar ung þennan veturinn, ætli meðal aldurinn sé ekki um 5 vetra. En eitthvað er af efnistryppum, meira af því seinna. Við notuðum veðrið um helgina og tókum nokkrar myndir af Tíma Trúsyni sem er á fimmta vetur.
Við höfum líka verið að "baxa" við það í "frítímanum" að koma hesthúsinu í stand á Eylandi. Nú erum við að klæða það að utan og ein mynd af því fylgir með.