Elja frá Þingeyrum (1v) hefur verið að gefa okkur skemmtileg hross. Við eigum þrjú undan henni á tamningaraldri t.d tvo efnilega keppnishesta og stólpagæðinginn hana Öskju.
Glaður er Gaumssonur á fimmta vetur, efni í góðan klárhest, þreytti frumraun sína á vellinum nú fimm vetra í tölti undir stjórn Bylgju Gauks. Þau gerðu sér lítið fyrir og komust í B-úrslit, 6.72 var niðurstaðan eftir fyrsta mót hjá þeim.
Síðan er það Kraflar undan Keili frá Miðsitju. Kraflar er feikn efnilegur alhliðahestur. Hann er kominn í smá sumarfrí og ætlum við að halda áfram með hann í sumar. Ekki má gleyma eldri systur þeirra henni Öskju Akksdóttur sem hefur nú þegar hlotið góðan kynbótadóm - 8.68 fyrir hæfileika.
Næsta haust verður tekin inn hryssa, Byrjun undan Byr frá Mykjunesi, það verður spennandi. Nokkrar myndir eru af þeim systkinum..
Glaður er Gaumssonur á fimmta vetur, efni í góðan klárhest, þreytti frumraun sína á vellinum nú fimm vetra í tölti undir stjórn Bylgju Gauks. Þau gerðu sér lítið fyrir og komust í B-úrslit, 6.72 var niðurstaðan eftir fyrsta mót hjá þeim.
Síðan er það Kraflar undan Keili frá Miðsitju. Kraflar er feikn efnilegur alhliðahestur. Hann er kominn í smá sumarfrí og ætlum við að halda áfram með hann í sumar. Ekki má gleyma eldri systur þeirra henni Öskju Akksdóttur sem hefur nú þegar hlotið góðan kynbótadóm - 8.68 fyrir hæfileika.
Næsta haust verður tekin inn hryssa, Byrjun undan Byr frá Mykjunesi, það verður spennandi. Nokkrar myndir eru af þeim systkinum..