Hrafnkatla frá Mykjunesi II
Hrafnkatla frá Mykjunesi er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og Hrafndís frá Hofi. Hún er efnileg alhliðahryssa með afbragðs gott tölt og hreint frábært geðslag. Hún hefur verið skemmtileg í tamningu í vetur og við hreinlega þurft að halda að okkur höndum því að hún bíður endalaust upp á meira. Hrafnkatla er fyrsta afkvæmið sem við temjum undan Hrafndísi en hún er dóttir Hrafns frá Holtsmúla og á einnig nokkur góð systkyni í móðurætt. Hrafnkatla gefur viss fyrirheit um hvernig afkvæmi sú "gamla" er að gefa. En við eigum nokkur spennandi undan henni t.d. stóðhestsefni undan Kletti frá Hvammi, hryssu undan Byr frá Mykjunesi og síðan er von á folaldi undan Álffinni frá Syðri-Gegnishólum í sumar.
Hrafnkatla er algjört draumatryppi með geðslag og eiginleika sem við viljum hafa í okkar hrossum svo að hún fer líklega í ræktun innan nokkurra ára. Þessa stundina stefnum við með Hrafnkötlu í fullnaðardóm nú í vor en það kemur í ljós þegar nær dregur.
Hrafnkatla er algjört draumatryppi með geðslag og eiginleika sem við viljum hafa í okkar hrossum svo að hún fer líklega í ræktun innan nokkurra ára. Þessa stundina stefnum við með Hrafnkötlu í fullnaðardóm nú í vor en það kemur í ljós þegar nær dregur.