Það er að koma smá tilhlökkun hjá okkur að byrja á tryppunum í haust en þau eru fædd 2011. Þau koma vel undan vetri og hafa þroskast töluvert. Hópurinn er óvenjustór en hann telur átta hryssur og þrjá hesta - sem er auðvita allt allt of mikið fyrir okkar litlu hrossarækt en tilfellið er að nokkur eru aðkeypt. En einnig eru að koma til tamningar fyrstu afkvæmi t.d. Hnátu frá Hábæ (8.18) og Spesar frá Stóra-Hofi (8.03).
Tryppin eru undan Sæ frá Bakkakoti, Álf frá Selfossi, Svein-Hervar frá Þúfu, Möller frá Blesastöðum, Byr frá Mykjunesi, Álffinn frá Syðri-Gegnishólum og Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum. Mæðurnar eru nánast allar 1.verðlauna hryssur.
Á myndinni hér fyrir ofan er Katla frá Eylandi undan Keilu frá Bjarnastöðum (8.34) og Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum.
Tryppin eru undan Sæ frá Bakkakoti, Álf frá Selfossi, Svein-Hervar frá Þúfu, Möller frá Blesastöðum, Byr frá Mykjunesi, Álffinn frá Syðri-Gegnishólum og Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum. Mæðurnar eru nánast allar 1.verðlauna hryssur.
Á myndinni hér fyrir ofan er Katla frá Eylandi undan Keilu frá Bjarnastöðum (8.34) og Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum.