Tími frá Mykjunesi II
Við erum með tvö tryppi á fjórða vetur undan Trú frá Auðsholtshjáleigu. Trúr er undan Orra frá Þúfu og gæðingamóðurinni Tign frá Enni. Trúr hefur því miður yfirgefið Ísland og gleður nú ræktendur í Noregi.
Trúsbörnin okkar, þau Hrafnkatla og Tími frá Mykjunesi II byrja mjög vel. Þau voru frumtamin sl. haust og síðan tekin aftur inn á milli jóla og nýárs. Þau byrja vetrarþjálfunina vel en þau eru bæði afar jákvæð og frambærileg tryppi. Þau rúlluðu strax á mjúku tölti og stefnan góð, mjög kjörkuð, næm og yfirveguð.
Á myndinni er stóðhestsefnið Tími frá Mykjunesi. Meira um hann og Hrafnkötlu hér fyrir neðan..
Trúsbörnin okkar, þau Hrafnkatla og Tími frá Mykjunesi II byrja mjög vel. Þau voru frumtamin sl. haust og síðan tekin aftur inn á milli jóla og nýárs. Þau byrja vetrarþjálfunina vel en þau eru bæði afar jákvæð og frambærileg tryppi. Þau rúlluðu strax á mjúku tölti og stefnan góð, mjög kjörkuð, næm og yfirveguð.
Á myndinni er stóðhestsefnið Tími frá Mykjunesi. Meira um hann og Hrafnkötlu hér fyrir neðan..
Hrafnkatla frá Mykjunesi II
Hrafnkatla frá Mykjunesi er fyrsta afkvæmi Hrafndísar frá Hofi sem er myndaleg alhliðahryssa undan Hrafni frá Holtsmúla. Hrafnkatla er ótrúlega skemmtilegt tryppi, galopin og býður upp á tölt, brokk og jafnvel smá skeiðglefsur þegar henni liggur lífið á. Hrafnkatla er mjög næm og fljót til, í raun endalaus á tölti.. Hún er í augnablikinu smágerð og vantar fyllingu en hún á nú kyn til að vera nokkuð myndaleg og stór. Við sjáum til með það, vonandi á hún eftir að bæta í á næsta ári..
Það stendur skemmtilega að Hrafnkötlu en afi hennar í bæði móður og föðurætt er Hrafn frá Holtsmúla svo að hún ber nafn með rentu.
Það stendur skemmtilega að Hrafnkötlu en afi hennar í bæði móður og föðurætt er Hrafn frá Holtsmúla svo að hún ber nafn með rentu.
Tími frá Mykjunesi II
Tími frá Mykjunesi er stóðhestsefni undan Dögg frá Dalbæ en sú er stórættuð undan Trostan frá Kjartansstöðum og Dóttlu frá Stóra‐Hofi. Tími er mjög myndalegur og líklega eitthvað um 142–144 cm á herðakamb, aðeins á fjórða vetur. Hann er mjög lofthár, bolléttur og með langan, velsettan háls. Fótagerð er afbragð og hófar góðir. Eldri bróðir hans er stóðhesturinn Byr frá Mykjunesi en sá hlaut 8.41 fyrir byggingu og stefnt er með hann í fullnaðardóm næsta vor.
Tími byrjaði strax að rúlla á mjúki, takthreinu tölti en er greinilega alhliðahestur. Sinnið er gott og hann er eins og systir sín, kjarkaður og jákvæður. Efnis stóðhestur sem gaman verður að vinna með í vetur.
Tími byrjaði strax að rúlla á mjúki, takthreinu tölti en er greinilega alhliðahestur. Sinnið er gott og hann er eins og systir sín, kjarkaður og jákvæður. Efnis stóðhestur sem gaman verður að vinna með í vetur.