
Vera frá Ingólfshvoli kastaði fallegri hryssu í byrjun júní sem hefur fengið nafnið Dögg frá Eylandi í höfuðið á ömmu sinni, henni Dögg frá Dalbæ ættmóður í Mykjunesi. Dögg litla er undan glæsihestinum Byr frá Mykjunesi II en faðir hans er Kjarkur frá Egilsstaðabæ. Byr hefur hlotið 8.29 í kynbótadóm, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, hófa, prúðleika og tölt - eftirsóttar tölur og skemmtilegir eiginleikar.
Við máttum til með að smella nokkrum myndum af henni Dögg þegar hún kom heim með mömmu sinni, Veru frá Ingólfshvoli eftir að hafa hitt hann Arð frá Brautarholti. Dögg virðist hafa blandast vel og fengið það besta frá foreldrum sínum en hún er háfætt með mjög vel settan háls.. í senn mjúkur en mjög reistur. Hún fer aðalega um á hágengu brokki eins og Verubörnin eiga það til að gera. Við erum mjög ánægð með skvísuna svo að við ákváðum að skýra hana í höfuðið á ömmu sinn :)
Við máttum til með að smella nokkrum myndum af henni Dögg þegar hún kom heim með mömmu sinni, Veru frá Ingólfshvoli eftir að hafa hitt hann Arð frá Brautarholti. Dögg virðist hafa blandast vel og fengið það besta frá foreldrum sínum en hún er háfætt með mjög vel settan háls.. í senn mjúkur en mjög reistur. Hún fer aðalega um á hágengu brokki eins og Verubörnin eiga það til að gera. Við erum mjög ánægð með skvísuna svo að við ákváðum að skýra hana í höfuðið á ömmu sinn :)