Dagfari frá Eylandi er klárhestur undan Veru frá Ingólfshvoli og heiðursverðlauna- hestinum Aron frá Strandarhöfði. Hann hefur meira og minna verið í þjálfun og góðu atlæti hjá Bylgju Gauksdóttur frá upphafi en hann er á sjötta vetur. Efnishestur sem stefnt er með í keppni.