Dagfari frá Eylandi er fimm vetra foli undan Aroni frá Strandarhöfði og Veru okkar frá Ingólfshvoli. Hann er efnilegur klárhestur og fór í sína fyrstu keppni sl helgi á Suðurlandsmóti. Hann hlaut 6.50 í forkeppni í fjórgang og síðan 6.73 í B-úrslitum sem var annað sætið. Ansi gott hjá fimm vetra foli. Knapi hans og þjálfari er Bylgja Gauks. Þau virðast smella vel og við eigum örugglega eftir að sjá meira af þeim saman.
|
|