Dagfari frá Eylandi fór í fjórgang og tölt á nýafstöðnu Reykjavíkurmeistaramóti ásamt Bylgju Gauksdóttur sem hefur séð um þjálfun hans. Þau stóðu sig með mikilli prýði og uppskáru B-úrslit í tölti opnum flokki en voru rétt fyrir utan úrslit í fjórgang. Aldeilis góð byrjun hjá þessu flotta pari. En Dagfari er aðeins á sjötta vetur undan Veru okkar og Aroni frá Strandarhöfði.