Fyrstu tryppin undan Byr frá Mykjunesi komu í tamningu í haust. Það var gaman að sjá hversu myndaleg og gangviss þau voru. Við kíktum á Axel á Fornusöndum sem hefur notað Byr töluvert. Hann lýsti tryppunum sem hann hafði kynnst sem geðgóðum, efnilegum á gangi og síðan eru þau stórglæsileg byggingalega séð. Hér til hliðar er hryssan Mist frá Fornusöndum, stórgæsileg hryssa afar stór og þroskuð, fædd 2010. Verður gaman að fylgjast með henni.
Við eigum eina hryssu á tamningaraldri ásamt Matta og Leif. Það er Hrafntinna frá Mykjunesi undan Hrafnsdóttur. Hún var tamin af Hennu Siren. Hún kom okkur skemmtilega á óvart, stór og myndaleg hryssa með sterkan klárgang en galopin, nokkuð lík Byr að mörgu leiti. Hlökkum til að halda áfram með hana næsta vetur!
Við eigum eina hryssu á tamningaraldri ásamt Matta og Leif. Það er Hrafntinna frá Mykjunesi undan Hrafnsdóttur. Hún var tamin af Hennu Siren. Hún kom okkur skemmtilega á óvart, stór og myndaleg hryssa með sterkan klárgang en galopin, nokkuð lík Byr að mörgu leiti. Hlökkum til að halda áfram með hana næsta vetur!