Fyrstu afkvæmi "fjölskyldustóðhestsins" Byrs frá Mykjunesi eru nú í tamningu en Byr var notaður lítillega 2009 en flest afkvæmin eru frá þeim bræðrum á Fornusöndum í Austur-Landeyjum. Axel Geirs á þar af tvö bráðflink og falleg tryppi undan Byr sem gaman verður að fylgjast með. Það eru þau Mist og Atli frá Fornusöndum. Þau fóru í byggingardóm hjá ráðunautnum Kristni Huga nú á dögunum á Ræktunardögum Andvara og hlutum bæði um 8.25-8.30 fyrir byggingu. Ekki nóg að þau séu nokkuð falleg heldur eru þau bráðflink. Verður gaman að fylgjast með þeim á næstu misserum.
|
|