Byr frá Mykjunesi II
Byr er að komast í hörku form.. Við fengum að kíkja á kappann ekki alls fyrir löngu en hann er í góðu yfirlæti hjá Sigga Matt og Eddu Rún sem hafa séð um tamningu og þjálfun á honum. Hann var flottur að vanda! Mýkt og fótaburður kemur upp í hugann og síðan er hann einkar glæsilegur á velli.. Það er eitthvað extra við kallinn!
Byr er undan Kjark frá Egilsstaðabæ og Trostans dótturinni Dögg frá Dalbæ. Byr er í ræktaður af foreldrum Davíðs, þeim Matthíasi og Selmu en er einnig í þeirra eigu. Hann fór fjögurra vetra í 8.41 fyrir byggingu en stefnt var að því að sýna hann í fullnaðadómi síðasta vor en ekkert var úr því vegna flensu. En Byr sat ekki auðum höndum síðasta sumar, heldur fyljaði hann hátt í 45 hryssur! Það var góð aðsókn í hann og gaman hvað hann fékk góðar hryssur til sín, en hátt í helmingur þeirra voru með 1.verðlaun.
Við vorum vopnuð myndavél þegar við kíktum á Byr og smelltum nokkrum myndum af. Fleiri myndir má sjá undir "read more".
Byr er undan Kjark frá Egilsstaðabæ og Trostans dótturinni Dögg frá Dalbæ. Byr er í ræktaður af foreldrum Davíðs, þeim Matthíasi og Selmu en er einnig í þeirra eigu. Hann fór fjögurra vetra í 8.41 fyrir byggingu en stefnt var að því að sýna hann í fullnaðadómi síðasta vor en ekkert var úr því vegna flensu. En Byr sat ekki auðum höndum síðasta sumar, heldur fyljaði hann hátt í 45 hryssur! Það var góð aðsókn í hann og gaman hvað hann fékk góðar hryssur til sín, en hátt í helmingur þeirra voru með 1.verðlaun.
Við vorum vopnuð myndavél þegar við kíktum á Byr og smelltum nokkrum myndum af. Fleiri myndir má sjá undir "read more".
Byr í sveiflu..
Fyrstu folöldin undan Byr fæddust síðasta sumar og hann virðist arfleiða þau fótahæð, afar flottum og hringuðum framparti, ásamt glæsilegum hreyfngum. Við kíktum á folaldasýningu í Andvara á dögunum og þar varð Byrssonurinn Atli frá Fornusöndum í öðru sæti. Gaman af því! En það má lesa meira um Byr á heimasíðu hans, en þar eru myndir af kappanum og nokkrum folöldum úr 2010 árgangnum. Slóðin er byr.123.is