Davíð á Kareni og Siggi á Selmu
Það var skemmtileg stund á verðlaunaafhendingu 6. vetra hryssa á kynbótasýningunni í Víðidal. Þar stóðu efstar Aronsdæturnar Selma frá Kambi (8.13) og Karen frá Árbæ (8.10) en Sigurður Vignir sýndi þær báðar af sinni alkunnu snilld. Davíð skellti sér á bak Kareni í verðlaunaafhendingu og bræðurnir tóku nokkrar ferðir á þeim systrum, sér og áhorfendum til mikillar ánægju..
Selma frá Kambi er í eigu Hauks Hauks of fjölsk. æskuvins Davíðs en Karen frá Árbæ er í okkar eigu. Þetta var frábær stund!! Gaman þegar vel gengur.
Selma frá Kambi er í eigu Hauks Hauks of fjölsk. æskuvins Davíðs en Karen frá Árbæ er í okkar eigu. Þetta var frábær stund!! Gaman þegar vel gengur.
Karen frá Árbæ
Karen stóð sig vel í Víðidalnum og hlaut í aðaleinkunn 8.10, þar af 8.21 fyrir hæfileika og 7.93 fyrir byggingu. Hún hlaut ma. 8.5 fyrir skeið, vilja/geð og fegurð í reið. Hún er alltaf að opna meir og meir á skeiðið, það verður spennandi hvernig hún þróast í sumar en við stefnum að fara með hana eitthvað inn á keppnisvöllinn ;)
Myndirnar voru teknar á miðvikudaginn á yfirlitinu..
Myndirnar voru teknar á miðvikudaginn á yfirlitinu..