Davíð og Boði á Suðurlandsmóti 2010
Boði frá Sauðárkróki hefur nú kvatt Ísland og haldið á vit nýrra ævintýra í Þýskalandi. Boði er frábær fjórgangari sem hefur verið í okkar eigu síðast liðinn 4 ár eða svo. Hann er mikill höfðingi og karakter! Boði er nú í góðu yfirlæti hjá vinum okkar - þeim Marit Thile og Fabian Rittig. Það verður gaman að fylgjast með þeim Boða og Marit næstu misserin ef til vill á keppnisbrautinni!
Samferða honum til Þýskalands var síðan unghryssa úr okkar ræktun - Hrafnkatla frá Mykjunesi en hún er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og Hrafnadís frá Hofi. Spennandi alhliðahryssa og frábært reiðhross. Hún mun vonandi vera nýjum eigendum gleðigjafi.
Samferða honum til Þýskalands var síðan unghryssa úr okkar ræktun - Hrafnkatla frá Mykjunesi en hún er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og Hrafnadís frá Hofi. Spennandi alhliðahryssa og frábært reiðhross. Hún mun vonandi vera nýjum eigendum gleðigjafi.