Eyland 1. maí 2011
Þó að allt sé þakið snjó í höfuðborginni lætur vorið ekki standa á sér í Landeyjunum en þar grænkar óðfluga!! Það er hreinlega dagamunur á túnum og úthögum.. Það styttist í langþráð sumar og allt sem því fylgir. Von er á fyrstu folöldunum hjá okkur í byrjun vikunnar og mikil tilhlökkun sem því fylgir ;)
Myndin hér til hliðar var tekin á Eylandi í dag. Allt að verða grænt og fínt.. hrossin farin að kroppa í nálina!
Myndin hér til hliðar var tekin á Eylandi í dag. Allt að verða grænt og fínt.. hrossin farin að kroppa í nálina!
Dagfari og Straumur kljást..
Hrossin eru í fínu standi og tittirnir léku á alls oddi. Í augnablikinu erum við með þrjú stóðhestsefni á Eylandi.. Það eru bræðurnir Dagfari (2008) og Voði (2009) undan uppáhaldinu, Veru frá Ingólfshvoli. Dagfari undan gæðingnum Aron frá Strandarhöfði og Voði undan Takt frá Tjarnarlandi. Síðan erum við með einn Orrason fyrir þýska vinkonu okkar en sá heitir Straumur frá Holtsmúla (2008) og er undan 1.v hyssunni Sunnevu frá Miðsetju.